Aðalfundur Félags um skjalastjórn var haldinn í húsnæði bæjarskrifstofa Garðarbæjar, Garðatorgi 7, kl. 17.00 15. apríl 2016.  Rúmlega 20 félagsmenn mættu á fundinn og nutu þess sem í boði var. Á dagskránni voru hefðbundin aðalfundarstörf; stjórnin flutti skýrslur nefnda, ársreikingur var samþykktur. Samþykkt var hækkun á árgjaldi um 500 kr. og verður því árgjaldið kr. 4000.- hér eftir. Jafnframt voru samþykktar breytingar á lögum félagsins í þá veru að reikningsár félagsins miðast nú við tímabilið 1. apríl - 31. mars hvert ár í stað setu stjórnar.

Eftirtaldir aðilar voru kosnir í stjórn og nefndir:

Kristjana Nanna Jónsdóttir - formaður

Hrafnhildur Stefánsdóttir - varaformaður

Alexandra Þórlindsdóttir

Harpa Sólbjört Másdóttir

Árni Jóhannsson

Erna Björg Smáradóttir

Sóley Sverrisdóttir - ritnefnd

Unnur Sigurðardóttir - ritnefnd

Eygló Hulda Valdimarsdóttir - fræðslunefnd

Kristjana Eyjólfsdóttir - fræðslunefnd

Siggeir Ævarsson - fræðslunefnd

Að loknum aðalfundarstörfum kynnti Þorgerður Magnúsdóttir fráfarandi formaður niðurstöður launakönnunar sem félagið stóð að á starfsárinu. Kynningin verður sett inn á læsta hluta irma.is fljótlega.

Við þökkum gestum okkar kærlega fyrir komuna. Jafnframt þökkum við Þorgerði Magnúsdóttur fyrir frábær störf í þágu félagsins í gegnum árin og fráfarandi stjórn kærlega fyrir vel unnin störf og óskum núverandi stjórn velfarnaðar í starfi.

Grein Jóhönnu Gunnlaugsdóttur Government Secrecy: Public attitudes toward nformation provided by the authorities sem birtist í Records Management Journal 2015 Vol 25 2 E hefur hlotið verðlaunin Outstanding Paper in the 2016 Emerald Literati Network Awards for Excellence. Ókeypis aðgangur verður að greininni í heilt ár en hana má finna hér: 
http://www.emeraldinsight.com/doi/full/10.1108/RMJ-07-2014-0032 

Um verðlaunin The Emerald Literati Awards og hvernig vinningshafar eru valdir:
http://www.emeraldgrouppublishing.com/authors/literati/index.htm 

Allir vinningshafar ársins 2016:
http://www.emeraldgrouppublishing.com/authors/literati/awards.htm?year=2016

Félag um skjalastjórn óskar Jóhönnu Gunnlaugsdóttur innilega til hamingju með þessa frábæru viðurkenningu!

Hjá Ríkisendurskoðun er laust til umsóknar starf skjalavarðar - ritara. Um fullt starf er að ræða. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð
Umsjón með söfnun, móttöku, skráningu, gæðastýringu og varðveislu skjala stofnunarinnar.
Aðstoð við starfsfólk á sviði skjalamála.
Almenn skrifstofustörf, s.s. símsvörun, aðstoð við bréfasendingar, frágangur skjala, o.fl.
Umsóknarfrestur er til og með 7.3.2016.

Tekið er við umsóknum í gegnum starfatorg.is https://www.starfatorg.is/skrifstofustorf/skjalavordur-ritari-rikisendurskodun-reykjavik-201602-253

Copyright © 2016 IRMA. All Rights Reserved. Hönnuð af Davið og Golíat.

Félag um skjalastjórn kt. 580189-2029 Pósthólf 8731, 128 Reykjavík