Landsnet auglýsir eftir nema í bókasafns- og upplýsingafræði í sumarvinnu 2014
Landsnet óskar eftir að ráða nema í bókasafns- og upplýsingafræði í sumarstarf til 3 mánaða. Starfið felst í aðstoð við skjalastjóra fyrirtækisins við innleiðingu á skjala- og hópvinnukerfi og umsýslu tæknigagna.  Æskilegt er að hafa lokið námskeiðinu Upplýsinga- og skjalastjórn hjá skipulagsheildum. ...
Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar nk. Eingöngu er tekið við umsóknum í gegnum vefinn,

Sjá nánar hér

Kæru félagsmenn,

Fræðslufundur félagsins verður haldinn n.k fimmtudag  í fræðslusal Þjóðarbókhlöðunnar. Minni ykkur einnig á að þriðjudagurinn 14. janúar er síðasti dagurinn til að skrá sig.

Með kveðju,

Félag um skjalastjórn

Heillaóskir frá Þjóðskjalasafni Íslands á 25 ára afmæli Félags um skjalastjórn

Ágætu félagsmenn í Félagi um skjalastjórn

Fyrir hönd Þjóðskjalasafns Íslands óska ég ykkur innilega til hamingju með 25 ára afmæli félags ykkar.

Stofnun Félags um skjalastjórn árið 1988 var vitnisburður um framsækni félagsmanna og metnaðarfullan hug þeirra til nýrrar og vaxandi starfsgreinar í dögun nýrra tíma. Nú á 25 ára afmælinu blómstrar félagsstarfið sem aldrei fyrr.

Lög um Þjóðskjalasafn Íslands árið 1985, stjórnsýslulög árið 1993 og upplýsingalög árið 1996 hafa undirstrikað mikilvægi góðrar skjalastjórnar. Það hefur verið Þjóðskjalasafni Íslands afar mikilvægt að eiga samstarf í öflugt félag ykkar og að vinna með ykkur að því sameiginlega markmiði að efla þekkingu og skilning á skjalastjórn og skjalavörslu í samfélaginu.

Það er von mín að Félag um skjalastjórn muni vaxa og dafna í framtíðinni og að samstarf Þjóðskjalasafns Íslands við félagið og félagsmenn verði áfram farsælt og árangursríkt.Með alúðarkveðjum og óskum um gleðileg jól,

Eiríkur G. Guðmundsson

þjóðskjalavörður

Kæru félagsmenn, þriðjudaginn 11. febrúar kl. 11:45 í Öskju, sal 131 ætlar Eiríkur Þorláksson, sérfræðingur í Mennta- og menningarmálaráðuneytinu að kynna fyrir okkur Frumvarp um lög um opinber skjalasöfn. Við hvetjum alla til að mæta en frumvarpið snertir ekki aðeins starfsmenn opinberra skjalasafna heldur einnig okkur sem þjóðfélagsþegna. Það má geta þess að frumvarpið er nú í umsagnaferli hjá hagsmunaðilum og umsagnarfrestur rennur út fimmtudaginn 13. febrúar.

Skráning á fræðslufundinn


Með bestu kveðju,

Stjórnin

Félag um skjalastjórn fagnar 25 ára afmæli þann 6. desember n.k. Af því tilefni er félagsmönnum boðið til afmælisfagnaðar í Iðnó á afmælisdaginn kl 17-19 Félagsmenn eru hvattir til að mæta og eiga góða stund í aðventunni.

Dagskrá:
Ávarp formanns afmælisnefndar
Félagar heiðraðir
Hugleiðingar um skjalamál Bergur Ebbi Benediktsson

Lettar veitingar í boði félagsins


Skráning fer fram á vefsíðu félagsins irma.is

Félag um skjalastjórn,

Afmælisnefnd.


Þeir sem hafa áhuga að mæta á fræðslufundinn en eru ekki félagsmenn geta sótt um félagsaðild hér

Copyright © 2016 IRMA. All Rights Reserved. Hönnuð af Davið og Golíat.

Félag um skjalastjórn kt. 580189-2029 Pósthólf 8731, 128 Reykjavík