Fræðslufundur 18. október 2022 – Öryggisflokkun gagna íslenska ríkisins

Fræðslufundur Félags um skjalastjórn var haldinn þriðjudaginn 18. október 2022.

Góð mæting var á fundinn, um 25 manns sem komu í hús og 16 sem fylgdust með í streymi. Því miður tókst upptakan ekki, en glærur fundarins má finna hér fyrir neðan.

Einar Gunnar Thoroddsen, frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, fjallaði um öryggisflokkun gagna ríkisins en hún tekur til allra gagna sem ríkisaðilar safna, vista, vinna með, búa til og gera aðgengileg, í þágu hlutverks síns, þ.m.t. gögn sem stafa frá eða gerð eru aðgengileg þriðja aðila.

Glærur fræðslufundarins