Erindið fjallar um þær breytingar sem orðið hafa í námsbraut í upplýsingafræði í kjölfar ábendinga frá Félagi um skjalastjórn.
Ragna Kemp Haraldsdóttir, lektor í upplýsingafræði við Háskóla Íslands, mun segja stuttlega frá vinnu rýnihóps sem kom að þróun námbrautar í upplýsingafræði og þeim ákvörðunum sem teknar voru um breytingar á kjörsviði um upplýsinga- og skjalastjórn og áhrif þeirra á námið.
Eins mun Ragna fjalla um nýlegar rannsóknir sem unnar hafa verið á sviði upplýsingafræði.
Glærur frá fyrirlestrinum má nálgast hér.