Boð á doktorsvörn í bókasafns- og upplýsingafræði.

Föstudaginn 28. júní ver Stefanía Júlíusdóttir doktorsritgerð sína ,,Að hafa
hlutverki að gegna" – Þróun starfa og vinnuumhverfis á bóka- og skjalasöfnum á
Íslandi. Vörnin fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands kl. 14:00 og er öllum
opin.

Sjá hér

Ágætu
félagar SBU.

Fulltrúar
SBU og Upplýsingar áttu fund með forseta Félagsvísindasviðs, rekstrarstjóra
Félagsvísindasviðs og forseta Félags- og mannvísindadeildar. Þar kom fram að
félagsvísindasvið H.Í. hefur ákveðið að taka ekki inn nemendur í B.A.-nám í
bókasafns- og upplýsingafræði á hausti komanda. SBU telur að ræða þurfi þessi
mál með hagsmunaaðilum og taka mið af atvinnumöguleikum stéttarinnar. Félagið
vill einnig fara yfir hvort rétt hafi verið staðið að ákvörðuninni þar sem
nýnemar sem höfðu skráð sig til náms fengu síðar tilkynningu um að námið yrði
ekki í boði.

Félagið
hefur sent erindi til háskólaráðs H.Í. sem tekur endanlega ákvörðun í málinu af
hendi skólans, um að ákvörðuninni sé frestað og málið rætt með
hagsmunaðilum.

Sjá frétt á facebook síðu SBU

Fyrir
hönd stjórnar SBU

Sigrún
Guðnadóttir

formaður

Næsti fræðslufundur verður haldinn fimmtudaginn 28. febrúar kl. 11:45 til 13:00. 

Páll Þórhallsson skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu flytur fræðsluerindið: „Ný upplýsingalög nr. 140/2012 og skráning upplýsinga“ í fyrirlestrarsal Þjóðarbókhlöðunnar, Arngrímsgötu 3 í Reykjavík.

Lesa nánar...

Copyright © 2016 IRMA. All Rights Reserved. Hönnuð af Davið og Golíat.

Félag um skjalastjórn kt. 580189-2029 Pósthólf 8731, 128 Reykjavík