Stjórn Félags um skjalastjórn boðar til aðalfundar þann 26. apríl 2018 kl. 17. Fundurinn verður haldinn í Orkuveitu Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1 -  1. hæð.
Skráning fer fram hér - ATH. Félagsmenn þurfa að vera skráðir inn á vefsíðuna til að geta skráð sig á fundinn. 

Hér að neðan má sjá dagskrá fundarins. 

Dagskrá:

 1. Skýrsla stjórnar.
 2. Reikningar félagsins bornir upp til samþykktar.
 3. Árgjald ákveðið.
 4. Lagabreytingar – sjá tillögu frá stjórn hér að neðan.
 5. Kosning stjórnar og varamanns.
 6. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
 7. Önnur mál.

Að loknum aðalfundarstörfum mun Njörður Sigurðsson sviðsstjóri Upplýsinga- og skjalasviðs ÞÍ halda erindi um alþjóðlegt verkefni á vegum sérfræðihóps Alþjóða skjalaráðsins um sameiginlega skjalaarfleið – Expert Group on Shared Archival Heritage. Hópurinn er vettvangur til umræðu og að lokum lausn á varðveislu og aðgengi að skjalasöfnum sem varða sögu og menningarlega arfleið fleiri en eins samfélags, ríkis eða svæðis þar sem ágreiningur er um forsjá, eignarhald og aðgengi að skjölunum.

Boðið verður upp á léttar veitingar. 

 

Stjórn leggur til eftirfarandi lagabreytingar.

Grein 3.1.er nú eftirfarandi:

Aðalfund skal halda í seinni hluta apríl ár hvert. Hann skal boða með dagskrá ásamt tillögum um lagabreytingar með tveggja vikna fyrirvara hið minnsta.

Dagskrá aðalfundar skal vera:

 1. Skýrsla stjórnar.
 2. Reikningar félagsins bornir upp til samþykktar.
 3. Árgjald ákveðið.
 4. Lagabreytingar.
 5. Kosning stjórnar og varamanns.
 6. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
 7. Önnur mál.

En skal framvegis vera:
Aðalfund skal halda í seinni hluta apríl ár hvert. Hann skal boða með dagskrá ásamt tillögum um lagabreytingar með tveggja vikna fyrirvara hið minnsta.

Dagskrá aðalfundar skal vera:

 1. Skýrsla stjórnar.
 2. Reikningar félagsins bornir upp til samþykktar.
 3. Árgjald ákveðið.
 4. Lagabreytingar.
 5. Kosning stjórnar
 6. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
 7. Önnur mál.

Undir Dagskrá aðalfundar – lið 5. skal því nú einungis standa “Kosning stjórnar”, en “og varamanns” dettur út, enda er enginn varamaður í stjórn.

Grein 3.3 er nú eftirfarandi:

Tillögur um lagabreytingar þurfa að berast stjórn félagsins eigi síðar en 15. mars, þ.e.a.s. einum mánuði fyrir aðalfund. Stjórninni ber að senda innkomnar tillögur um lagabreytingar til félagsmanna með fundarboði.

En skal framvegis vera:

Tillögur um lagabreytingar þurfa að berast stjórn félagsins eigi síðar en 15. mars. Stjórninni ber að senda innkomnar tillögur um lagabreytingar til félagsmanna með fundarboði.

“þ.e.a.s. einum mánuði fyrir aðalfund”, dettur út, enda kveður á í lögunum að aðalfundur skuli haldin í seinni hluta apríl, en ekki er tilgreind dagsetning og á þessi textabútur því ekki við.

Á vegum Félags um skjalastjórn er kominn til starfa vinnuhópur um nýja persónuverndarlöggjöf. Ný persónuverndarlög eiga að taka gildi í lok maí 2018. Í hópnum eru Alexandra Þórlindsdóttir, Ásgerður Kjartansdóttir, Hrafnhildur Stefánsdóttir, Ingibjörg Þráinsdóttir, Njörður Sigurðsson, Ragna Kemp Haraldsdóttir og Svanfríður Franklínsdóttir.

Tilgangur hópsins er að skoða aðkomu skjalastjóra og þeirra sem sýsla með persónuupplýsingar í tengslum við þessa nýju löggjöf. Eitt af fyrstu verkefnum hópsins er að skipuleggja fræðslufund sem haldinn verður fimmtudaginn 22. febrúar nk. og verður nánar auglýstur síðar. Félagið hvetur alla félagsmenn til að kynna sér þessa nýju löggjöf og hvernig hún mun hafa áhrif á störf skjalastjóra. Á vefsíðu Persónuverndar er að finna mikið fræðsluefni www.personuvernd.is.

Vinnuhópurinn tekur fagnandi við ábendingum félagsmanna um hvers konar fræðslu þeir óska eftir í tengslum við þessa nýju löggjöf.

Upplýsingastjórn í ljósi nýrra persónuverndarlaga

Námskeið 4. apríl 2018 kl. 8:30 til 12:45.

Staðsetning: Landsnet, Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík

Verð: 8.000 fyrir félagsmenn í Félagi um skjalastjórn, 10.000 fyrir aðra.

Skráning fer fram hér: https://goo.gl/forms/zix0FkdrB54bsyCu2  Skráningu lýkur á miðnætti 28. mars.

Lýsing: Námskeið um nýja persónuverndarlöggjöf og hvernig hún hefur áhrif á störf skjalastjóra. Námskeiðið er miðað að þörfum bæði opinbera og einkageirans og er haldið sameiginlega af Þjóðskjalasafni Íslands og Félagi um skjalastjórn.

Dagskrá

 • Áslaug Björgvinsdóttir, lögfræðingur hjá Logos. Ný persónuverndarlög - lögmæti vinnslu og aukinn réttur einstaklinga.
 • Ásgerður Kjartansdóttir, skjalastjóri hjá Landsneti. Hvernig innleiðum við persónuverndarlögin inn í skjala- og upplýsingastjórn fyrirtækja – hverju þarf að breyta í verklagi?
 • Þorgerður Magnúsdóttir, skjalastjóri hjá Sjóvá. Aðkoma skjalastjóra að gerð vinnsluskrár og önnur verkefni tengd innleiðingu á nýjum lögum.
 • Árni Jóhannsson, skjalavörður hjá Þjóðskjalasafni Íslands. Skjalavistunaráætlun og samþætting við vinnsluskrá.
 • Hádegismatur og netagerð. 

Á fræðslufundi félags um skjalastjórn, fimmtudaginn 25. janúar nk. kl. 12.00 mun Árni Jóhannsson, skjalavörður hjá Þjóðskjalasafni kynna skýrslu með niðurstöðum úr Eftirlitskönnun Þjóðskjalasafns Íslands sem framkvæmd var árið 2016. Fundurinn fer fram á Þjóðskjalasafni Íslands.

Skráning hér: http://irma.is/index.php/events/event/21-fraedhslufundur-nidhurstoedhur-ur-eftirlitskoennun-thi

ATH: Félagsmenn þurfa að vera innskráðir til að geta skráð sig á viðburðinn

 

Næsti fræðslufundur Félags um skjalastjórn verður haldinn fimmtudaginn 22. febrúar kl. 12 í Þjóðskjalasafni Íslands.

Eftirfarandi erindi verða haldin:

Ásgerður Kjartansdóttir skjalastjóri Landsnets mun fjalla um nýju persónuverndarlögin og áskoranir tengdar upplýsinga- og skjalastjórn.

Njörður Sigurðsson sviðsstjóri upplýsinga- og skjalasviðs Þjóðskjalasafns mun fjalla um réttinn til að gleymast.

Skráning (fyrir þá sem hyggjast mæta á staðinn) er hér - http://irma.is/index.php/events/event/23-fraedhslufundur-22-februar-nyju-personuverndarloegin-og-retturinn-til-adh-gleymast 

Skráning fyrir streymi er hér - http://irma.is/index.php/events/event/24-streymi-fraedhslufundur-22-februar-nyju-personuverndarloegin-og-retturinn-til-adh-gleymast 

ATH: Félagsmenn þurfa að vera innskráðir til að geta skráð sig á viðburðinn

Hlökkum til að sjá ykkur!

Fimmtudaginn 7. desember nk. verður Félag um skjalastjórn með jóla- og fræðslufund kl. 17 í sal Þjóðskjalasafns.

Fræðslan verður á léttum nótum. Helga Jóna Eiríksdóttir, Árni Jóhannsson og Hrafnhildur Stefánsdóttir sem eru í tækninefnd Staðlaráðs Íslands um íslenska þýðingu á skjalastjórnarstaðlinum munu segja frá vinnunni sem er í gangi.

Boðið verður upp á léttar veitingar.

Hlökkum til að sjá ykkur í jólaskapi!

Skráning hér: http://irma.is/index.php/events/event/20-jola-og-fraedhslufundur 

ATH: Félagsmenn þurfa að vera innskráðir til að geta skráð sig á viðburðinn

Copyright © 2016 IRMA. All Rights Reserved. Hönnuð af Davið og Golíat.

Félag um skjalastjórn kt. 580189-2029 Pósthólf 8731, 128 Reykjavík