Kæru félagsmenn,

Okkur er ánægja að tilkynna ykkur að þann 17. apríl næstkomandi mun félagið halda ráðstefnu á Hótel Nordica. Endilega takið allan daginn frá og njótið með okkur. Dagskrá ráðstefnunnar verður auglýst síðar og að venju verður verði stillt í hóf.

Bestu kveðjur,

Stjórn Félags um skjalastjórn.

Viltu halda erindi á ICA ráðstefnunni í Reykjavík í september 2015?

Þjóðskjalasafn Íslands skipuleggur og heldur þriðju árlegu ráðstefnu Alþjóðaskjalaráðsins ICA í Reykjavík 28. og 29. september í ár. Yfirskrift ráðstefnunnar er Archives: Evidence, Security and Civil Rights. Ensuring trustworthy information.

Ráðstefnan mun fara fram á Hilton Reykjavík Nordica Hótel. Við eigum von á 400 til 500 ráðstefnugestum hvaðanæva að úr heiminum. Þetta er því einstakt tækifæri fyrir þá sem starfa við skjalavörslu og skjala- og upplýsingastjórnun hér á landi til að kynnast því sem efst er á baugi á þessu sviði.

Ráðstefnan er jafnframt tækifæri til þess að taka þátt í umræðunni með því að halda þar erindi. Fram til loka febrúarmánaðar er hægt að senda inn tillögur að fyrirlestrum. Við hvetjum eindregið til þess að sem flestir geri það og stuðli þannig að góðri umræðu um mikilvæg málefni.

Kynnið ykkur efni ráðstefnunnar nánar á heimasíðu ráðstefnunnar www.ica2015.is. Þar er hægt að senda inn tillögur að erindum með rafrænum hætti.

Kæru félagsmenn,
Við minnum þá sem eiga eftir að greiða félagsgjaldið að gera það sem fyrst. Athygli er vakin á því að fræðslufundir eru félagsmönnum að kostnaðarlausu og því mikilvægt að félagsgjöld séu greidd, þannig getum við haldið áfram að bjóða upp á metnaðarfulla fræðsludagskrá.


Bestu kveðjur,

Sjtórn Félags um skjalastjórn.

Félag um skjalastjórn óskar félagsmönnum öllum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með von um áhugaverð og fræðandi samskipti á nýju ári.


Nú er ljóst að rými Þjóðskjalasafns er of lítið fyrir fræðslufundinn og því mun fyrsti fundur vorannar fara fram í stofu 201 í Árnagarði í Háskóla Íslands.

Fundurinn byrjar kl.12.00 en gestum er bent á að ekki er hægt að bjóða uppá veitingar að þessu sinni. Við bendum þó á að hægt er að mæta tímanlega og koma við í Hámu á Háskólatorgi og snæða fyrir fund.

Í ljósi þess að fræðsluerindi okkar eru félagsmönnum að kostnaðarlausu og fyrirvari stuttur sáum við okkur ekki fært að leigja stærri sal og  bjóða upp á veitingar.

Eins og áður hefur verið nefnt er yfirskrift fundarins „Fimm þroskastig skjalavörslu. Gagnlegt mælitæki?“  en Helga Jóna Eiríksdóttir, skjalavörður, mun kynna einkunnarskala sem hún hefur verið að þróa fyrir stofnanir um stöðu þeirra í skjalavörslu. 

DAGUR UPPLÝSINGATÆKNINNAR 2014

"Byggjum, tengjum og tökum þátt"

27. nóvember kl. 13:00-17:00 á Grand hótel

Dagur upplýsingatækninnar (UT-dagurinn) hefur verið haldinn árlega frá árinu 2006 af stjórnvöldum. Tilgangur dagsins er að fjalla um það sem er efst á baugi hverju sinni hjá stjórnsýslunni. UT-dagurinn 2014 er tileinkaður þeim verkefnum sem eru í gangi skv. upplýsingatæknistefnu stjórnvalda og eru á framkvæmdastigi.

Sjá dagskrá hér

Copyright © 2016 IRMA. All Rights Reserved. Hönnuð af Davið og Golíat.

Félag um skjalastjórn kt. 580189-2029 Pósthólf 8731, 128 Reykjavík