Ágætu félagar.

Stjórn Félags um skjalastjórn boðar til aðalfundar þann 10. september 2020 kl. 17.

Vegna covid-19 þá verður fundurinn að þessu sinni haldinn á Teams. Ekki þarf að vera með Teams uppsett á tölvu til að geta horft á fundinn. Hlekkur á fundinn verður sendur í gegnum fundarboð.

Hér að neðan má sjá dagskrá fundarins - endilega tilkynnið þátttöku ykkar sem fyrst með því að skrá ykkur á heimasíðunni okkar:

http://irma.is/index.php/events/event/51-streymi-adhalfundur-a-teams-10-september

Notendur þurfa að vera innskráðir til að geta skráð sig.

Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar.
2. Reikningar félagsins bornir upp til samþykktar.
3. Árgjald ákveðið.
4. Lagabreytingar.
5. Kosning stjórnar og varamanns.
6. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
7. Önnur mál.

Stjórnin leggur ekki til neinar lagabreytingar en ef einhver óskar eftir lagabreytingum, vinsamlegast hafið þá samband við stjórnina fyrir fundinn svo hægt sé að kynna þær.

Við munum nota litlar kannarnir til að samþykkja atriði fundarins.

Framboð í stjórn eru eftirfarandi:

 • Valey Jökulsdóttir býður sig fram sem formaður.
 • Már Einarsson býður sig fram sem varaformaður (og er þá einnig formaður fræðslunefndar).
 • Andrea Ásgeirsdóttir býður sig fram sem vefstjóra (og þá einnig sem formaður ritnefndar).
 • Elín Sigurðardóttir býður sig fram sem gjaldkera.
 • Lísbet Kristinsdóttir býðir sig fram sem meðstjórnanda.
 • Hulda Bjarnadóttir býðir sig fram sem ritara.

Framboð í nefndir:

 • Þorgerður Magnúsdóttir býður sig fram í fræðslunefnd.
 • Jóna Kristín Ámundadóttir býður sig fram í ritnefnd.

Við hlökkum til að sjá sem flesta,
kveðja stjórnin.

Næsti fræðslufundur Félags um skjalastjórn verður haldinn þriðjudaginn 25. febrúar kl. 12 í Þjóðskjalasafni Íslands.

Ragna Björnsdóttir, nemandi HÍ kynnir rannsókn sína: „Lítum á þetta sem tækifæri“. Rannsókn á undirbúningi og verklagi í grunnskólum vegna breytinga á persónuverndarlögum.

Vonast er til að það skapist fróðlegar og áhugaverðar umræður á fundinum. Boðið verður upp veitingar.

Skráning hér
Skráning í streymi hér.


ATH: Félagsmenn þurfa að vera innskráðir til að geta skráð sig á viðburðinn

Hlökkum til að sjá ykkur!

Ágætu félagar.
Stjórn Félags um skjalastjórn boðar til aðalfundar þann 29. apríl 2021 kl 15. 

Vegna covid-19 þá verður fundurinn að þessu sinni haldinn á Teams.  Hlekkur á fundinn verður sendur í gegnum fundarboð þegar nær dregur. Endilega takið tímann frá í dagatalinu ykkar

Hér að neðan má sjá dagskrá fundarins - endilega tilkynnið þátttöku ykkar sem fyrst með því að skrá ykkur á heimasíðunni okkar: 
http://irma.is/index.php/events/event/58-streymi-adhalfundur-29-april-klukkan-13-a-teams

Notendur þurfa að vera innskráðir til að geta skráð sig.

Dagskrá:

1. Skýrsla stjórnar.
2. Reikningar félagsins bornir upp til samþykktar.
3. Árgjald ákveðið.
4. Lagabreytingar.
5. Kosning stjórnar og varamanns.
6. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
7. Önnur mál.

Stjórnin leggur til lagabreytingar:

 • Lög félagsins má finna hér:  http://irma.is/index.php/2016-05-02-14-03-09/loeg
 • 2.1 Stjórn félagsins skal skipuð sex mönnum; formanni, varaformanni, ritara, gjaldkera og tveimur meðstjórnendum. Stjórnin skal kosin á aðalfundi til eins árs í senn.  Formaður og varaformaður skulu kosnir sérstaklega en að öðru leyti skiptir stjórnin með sér verkum. Kosning skal vera skrifleg ef ekki er sjálfkjörið.  Ekki skulu fleiri en þrír ganga úr stjórn samtímis og enginn skal sitja í stjórn lengur en fjögur ár í senn.
 • Lagt er til eftirfarandi breytingu:
 • 2.1 Stjórn félagsins skal skipuð sex mönnum; formanni, varaformanni, ritara, gjaldkera, vefstjóra og meðstjórnanda. Stjórnin skal kosin á aðalfundi til eins árs í senn. Formaður og varaformaður skulu kosnir sérstaklega en að öðru leyti skiptir stjórnin með sér verkum. Kosning skal vera skrifleg ef ekki er sjálfkjörið. Ekki skulu fleiri en þrír ganga úr stjórn samtímis og enginn skal sitja í stjórn lengur en fjögur ár í senn.


Við munum nota litlar kannarnir til að samþykkja atriði fundarins.

Framboð í stjórn eru eftirfarandi:

 • Valey Jökulsdóttir býður sig fram sem formann
 • Már Einarsson býður sig fram sem varaformann og formann fræðslunefndar
 • S. Andrea Ásgeirsdóttir býður sig fram sem vefstjóra 
 • Elín Sigurðardóttir býður sig fram sem gjaldkera
 • Hulda Bjarnadóttir býðir sig fram sem ritara
 • Kristín Ósk Hlynsdóttir býður sig fram sem meðstjórnanda.


Framboð í nefndir:

 • Óskað er eftir framboði í fræðslunefnd.
 • Skyldur ritnefndar verða færðar yfir á fræðslunefnd, vefstjóra og meðstjórnanda.


Stjórnin er næstum því fullskipuð en ef einhver hefur áhuga á að bjóða sig fram í stjórn, sendið þá póst á formann / vefstjóra.

Við hlökkum til að sjá sem flesta,
kveðja stjórnin.

Þann 13. mars 2020 verður ráðstefna hjá félaginu sem ber yfirskriftina: "Hvert mun framtíðin leiða okkur?"

Ráðstefnan verður haldin á Hótel Natura.

Skráning er bindandi en tekið er við afboðunum til 8. mars 2020 en þá verður lokað fyrir skráningar.

Hægt er að skrá sig hér: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSfJFpGtOvLl-IX_sVIF99QFGDrrF5zbf6JhfcxcHRMmkf6CLg/viewform

Dagskrá ráðstefnunnar:

Húsið opnar klukkan 8:30 en dagskráin hefst stundvíslega klukkan 9:00

9:00 Setning og opnunarávarp

Robert Bogue

Keynote: Records management today and into the future”

 

10:30 Kaffihlé (20 mín.)

Ragna Kemp Haraldsdóttir, lektor HÍ

Heiti erindis tilkynnt síðar

Skjalastjóri reynslusaga – tilkynnt síðar

 

12:10 Hádegisverðarhlé (60 mín.)

Erica Toelle

Keynote: Manage the content lifecycle in Office 365”

Eyþór Eðvarðsson, Þekkingarmiðlun

Við í speglinum”

 

14:40 Kaffihlé (20 mín.)

Höskuldur Hlynsson, gagnastjóri Arion banka og formaður DAMA Iceland

„Gagnastjórnunarsamtökin DAMA og tengslin milli gagna- og skjalastjórnunar

Kristín Ósk Hlynsdóttir, skjalastjóri Rannís

Skjalastjórinn í skýjunum”

 

Lokaávarp: Svava H. Friðgeirsdóttir, formaður ráðstefnunefndar

Ráðstefnugjald

Félagsmenn kr. 15.000 ef skráð er fyrir 7. febrúar 2020 eftir það kr. 17.500.

Aðilar utan félags kr. 20.000.

Skráning á ráðstefnuna er bindandi en tekið er við afboðunum til 8. mars 2020 en þá verður lokað fyrir skráningar.

Kæru ráðstefnugestir,

Nú styttist í ráðstefnu Félags um skjalastjórn sem haldin verður nk. föstudag, 13. mars.

Í ljósi þess að mörg fyrirtæki og stofnanir hafa gefið út tilmæli til síns starfsfólks að vera ekki að mæta á stóra viðburði hefur ráðstefnunefndin í samráði við stjórn félagsins ákveðið að ráðstefnan verði eingöngu send út í streymi. Við hörmum að geta ekki hitt ykkur í eigin persónu en teljum að þetta sé besta lausnin í ljósi aðstæðna.

Ráðstefnugjaldið mun einnig taka breytingum sem endurspeglar breytt fyrirkomulag. Þegar nær dregur munum við senda út hlekk á streymið.

Ef þið hafið einhverjar spurningar þá endilega komið þeim á framfæri við okkur í ráðstefnunefndinni.

Með bestu kveðju, Svava Halldóra Friðgeirsdóttir, Hulda Bjarnadóttir og Karen Gyða Guðmundsdóttir This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Næsti fræðslufundur Félags um skjalastjórn verður haldinn fimmtudaginn 23. janúar kl. 17 í Þjóðskjalasafni Íslands.

Hrefna Róbertsdóttir, þjóðskjalavörður kynnir áherslur og framtíðarsýn í starfi Þjóðskjalasafns Íslands á nýju ári, stofnun sem bæði er menningar- og stjórnsýslustofnun.

Vonast er til að það skapist fróðlegar og áhugaverðar umræður á fundinum. Boðið verður upp á léttar veitingar.

Skráning hér.

Skráning í streymi hér


ATH: Félagsmenn þurfa að vera innskráðir til að geta skráð sig á viðburðinn

Hlökkum til að sjá ykkur!

Copyright © 2016 IRMA. All Rights Reserved. Hönnuð af Davið og Golíat.

Félag um skjalastjórn kt. 580189-2029 Pósthólf 8731, 128 Reykjavík