DAGUR UPPLÝSINGATÆKNINNAR 2014

"Byggjum, tengjum og tökum þátt"

27. nóvember kl. 13:00-17:00 á Grand hótel

Dagur upplýsingatækninnar (UT-dagurinn) hefur verið haldinn árlega frá árinu 2006 af stjórnvöldum. Tilgangur dagsins er að fjalla um það sem er efst á baugi hverju sinni hjá stjórnsýslunni. UT-dagurinn 2014 er tileinkaður þeim verkefnum sem eru í gangi skv. upplýsingatæknistefnu stjórnvalda og eru á framkvæmdastigi.

Sjá dagskrá hér

Heil og sæl

Athygli er vakin á ráðstefnu á vegum Upplýsingafræði við HÍ sem haldin verður 7. nóvember nk. í stofu 300 á 3ju hæð á Háskólatorgi. Á ráðstefnunni verða kynnt lokaverkefni nemenda í framhaldsnámi í greininni. Dagskrá verður kynnt síðar.

 

 

Skráning er hafin á jólafund félagsins sem verður haldinn í Turninum Garðatorgi (bæjarskrifstofur) í Garðabæ  fimmtudaginn 20. nóvember n.k. frá kl.16.00-19.00.

Hönnunarsafn Íslands mun byrja á því að bjóða leiðsögn um safnið kl.16.00 en á safninu eru tvær sýningar í gangi: „Ertu tilbúin frú forseti?“ og „Prýði“, sjá nánar á http://www.honnunarsafn.is/is.

Rithöfundurinn Steinar Bragi mun lesa upp úr nýjustu bók sinni Kata og svara nokkrum spurningum í kjölfarið. Boðið verður uppá léttar veitingar.

·         Kl.16.00 mæting við Hönnunarsafn Íslands (Garðatorg 1).

·         Kl.17.00 mæting á bæjarskrifstofur Garðabæjar (Garðatorg 7).

Næg bílastæði eru í bílastæðahúsi við Garðatorg, ekið inn frá Vífilsstaðavegi úr vesturátt, einnig eru stæði á torginu sjálfu sjá á korti hér

Við vonumst til þess að sjá ykkur sem flest!

Ágætu félagsmenn,

Nú eru kröfur vegna ársgjalds Félags um skjalastjórn árið 2014 komnar í heimabanka og greiðsluseðlar ættu að berast á næstu dögum.

Árgjaldið er stillt í hóf nú sem endranær en það er 3.500 krónur eins og síðustu ár.
Ávinningur af því að vera í félaginu er mikill, jafnt fyrir félagsmenn sjálfa sem og fagið í heild.
Við bjóðum upp á metnaðarfulla fræðsludagskrá á ári hverju félagsmönnum að kostnaðarlausu.
Á fræðslufundunum gefst ekki aðeins tækifæri til menntunar heldur einnig til þess að rækta tengslanet og styrkja vináttubönd yfir veitingum fyrir og eftir fund.

Með kveðju,

Félag um skjalastjórn

Skráning er hafin á jólafund félagsins sem verður haldinn fimmtudaginn 20. nóvember n.k. frá kl.17.00-19.00.

Rithöfundurinn Steinar Bragi mun lesa upp úr nýjustu bók sinni Kata og svara nokkrum spurningum í kjölfarið. Boðið verður uppá léttar veitingar.

Við vonumst til þess að sjá ykkur sem flest!

Staðsetning tilkynnt síðar.

Copyright © 2016 IRMA. All Rights Reserved. Hönnuð af Davið og Golíat.

Félag um skjalastjórn kt. 580189-2029 Pósthólf 8731, 128 Reykjavík