Náttúrufræðistofnun Íslands auglýsir eftir nema í atvinnuátaki
Vinnumálastofnunar sumarið 2014.

Verkefni á upplýsingadeild

Lýsing:
Afgreiðsla og ýmis verkefni á bókasafni, aðstoð við skráningu stafrænna
ljósmynda, skönnun skýrslna ásamt öðrum tilfallandi verkefnum.

Hæfniskröfur:
Nemi, t.d. í upplýsingafræði, góð tölvufærni nauðsynleg, frumkvæði og
skipulagshæfni.

Nánari upplýsingar og umsóknareyðublað er á vef Vinnumálastofnunar

Kæru félagsmenn Aðalfundur félagsins verður 29. apríl næstkomandi, staðsetning og dagskrá verða auglýst í næstu viku.

... Við auglýsum eftir framboðum bæði í stjórn félagsins og nefndir þess, fræðslu- og ritnefnd. Með að taka þátt í starfi félagsins eflum við bæði félagið og okkur sjálf og aukum tengsl. Við hvetjum alla til að bjóða sig fram, nýútskrifaða jafnt sem aðra áhugasama. 

Kveðja frá stjórninni

Gullna hliðið - Áskoranir í breyttu umhverfi upplýsingafræðinga

Ráðstefna 30. apríl 2014 - kl. 8:30 - 11:00 í ÞjóðarbókhlöðunniRáðstefna er á vegum námsbrautar í upplýsingafræði við Háskóla Íslands í samvinnu við Azazo – Gagnavörsluna. Fjölbreytt erindi eru á dagskrá sem tengjast með einum eða öðrum hætti stjórnun og öryggi upplýsinga. Á ráðstefnunni er einnig horft til teymisvinnu og mikilvægi þess að ólíkar faggreinar innan fyrirtækja leggi saman lausnir sínar og stuðli þannig að árangursríkri innleiðingu hugbúnaðarverkefna og skilvirkri notkun upplýsingakerfa.

Húsið opnar kl.8.30

Dagskrá:

8:45 - 9:05

Upplýsingaský og öryggiHannes Pétursson, framkvæmdastjóri hugbúnaðarsviðs Azazo

9:05 - 9:25

Kröfur starfsmanna : lækurinn finnur sér alltaf farveg!Kristjana Nanna Jónsdóttir, ráðgjafi Azazo og Björt Baldvinsdóttir

9:25 - 9:45

Samfélagsmiðlar og upplýsingastjórnun : er skjalaöryggi ógnað?Jóhanna Gunnlaugsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, námsbraut í upplýsingafræði

9:45 - 10:00

KAFFI

10:00 - 10:20

Breytt hlutverk upplýsingastjórans : hvað heiti ég?Gunnhildur Manfreðsdóttir, fagstjóri ráðgjafasviðs Azazo

10:20 - 10:40

Einföldun upplýsingaumhverfis hjá LandsnetiÁsgerður Kjartansdóttir, skjalastjóri  og Sæmundur Valdimarsson, deildarstjóri upplýsingatæknideildar Landsnets

10:40 - 11:00

Teymi - líka í upplýsingastjórnunSigurjón Þórðarson, ráðgjafi hjá Hagvangi

Vinsamlegast skráði þátttöku hér.  Aðgangur er ókeypis.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Copyright © 2016 IRMA. All Rights Reserved. Hönnuð af Davið og Golíat.

Félag um skjalastjórn kt. 580189-2029 Pósthólf 8731, 128 Reykjavík